Góður námsárangur

Að venju voru við brautskráningu síðastliðinn laugardag veittar viðurkenningar fyrir mjög góðan árangur í námsgreinum sem og viðurkenningar fyrir bestan heildarárangur í námi. Þórey Jóna Guðjónsdóttir hlaut viðurkenningar fyrir góðan árangur í íslensku, spænsku, raungreinum og viðskipta- og hagfræðigreinum. Þórdís Helgadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku, Edda Björk Konráðsdóttir fyrir góðan árangur í þýsku, Vala Hauksdóttir fyrir góðan árangur í félagsfræði og myndlist og textíl, Daníel Guðmundur Daníelsson hlaut viðurkenningu í sögu, Guðmundur Stefánsson fékk viðurkenningu í heimspeki og kór, Guðmundur Hjaltason fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í viðskipta- og hagfræðigreinum, Anton Guðjónsson hlaut viðurkenningu fyrir félagsstörf og Haraldur Blöndal Kristjánsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum.

Verðlaun fyrir bestan heildarárangur í námi hlaut Þórey Jóna Guðjónsdóttir, en hún fékk einnig námsstyrk frá Hollvarðasamtökunum ásamt þeim Eddu Björk Konráðsdóttur og Haraldi Blöndal Kristjánssyni.

Á myndinni má sjá skólameistara og aðstoðarskólameistara ásamt tveimur verðlaunahöfum, þeim Eddu Björk Konráðsdóttur og Þóreyju Jónu Guðjónsdóttur.