Góður árangur í stærðfræði

Frá vinstri Sara Ægisdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Daniel Św…
Frá vinstri Sara Ægisdóttir, Bjarnheiður Kristinsdóttir frá Íslenska stærðfræðifélaginu og Daniel Święcicki.

Nýnemarnir, Daniel Święcicki og Sara Ægisdóttir, hlutu nýverið viðurkenningu vegna velgengni í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna. 306 nemendur úr 15 skólum tóku þátt að þessu sinni. Á verðlaunaafhendingunni voru nemendur kallaðir upp eftir í hvaða sæti þeir lentu frá 21 til 1 á yngra stigi. Daníel lenti í 8. Sæti og Sara í 5. Sæti. Þeim er nú boðið að taka þátt í keppni meðal þeirra bestu í vor. Sú keppni gefur möguleika á á þátttöku í frekari keppnum sem fulltrúar Íslands í Norðurlandakeppni og Ólympíuleikum sem haldnir verða í Sankti Pétursborg.

Við óskum þeim hjartanlega til hamingju með frábæran árangur.