Góður árangur í frjálsum

Nemendur í Frjálsíþróttaakademíu í glænýjum búningum.
Nemendur í Frjálsíþróttaakademíu í glænýjum búningum.

Silfurleikar ÍR fóru fram í Laugardalshöll laugardaginn 19. nóvember sl. Leikarnir eru árvisst mót sem haldið er til heiðurs silfurverðlaunum Vilhjálms Einarssonar í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne í Ástralíu árið 1956. Í ár eru einmitt 60 ár liðin frá þessu einstaka afreki. Níu nemendur Frjálsíþróttaakademíu Selfoss og Fsu kepptu í fjölda greina á mótinu, en sjö greinar voru í boði fyrir keppendur. Unglingarnir í akademíunni stóðu  sig öll með prýði. Uppskera dagsins var:

níu persónulegar bætingar, tvenn gullverðlaun, eitt silfur og fjögur brons ásamt mikilvægri reynslu sem fer í reynsubankann margfræga og því að hafa kynnst nýju fólki (keppinautum).

Árangur unglingana okkar var eftirfarandi en þau keppa öll í flokki 16-17 ára, félag þeirra fyrir aftan nafnið. Pb. = persónuleg bæting.

 

Piltar:

Styrmir Dan Steinunnarson, Þór:

Hástökk 1,89 m. nr. 1, 60 m. grindahlaup 8,63 sek. nr. 1.

Róbert Korshai, Þór:

Kúla 12,49 m. pb. nr. 3, 60 m. hlaup 7,94 sek. pb. nr. 9

Bjarki Óskarsson, Þór:

Þrístökk 9,85 m. pb. nr. 3, 60 m. hlaup 8,24 sek. pb. nr. 11, 200 m. hlaup 27,91 sek. pb. nr. 10. Hástökk 1,45 m. nr. 7, kúla 9,44 m. nr. 5.

Ýmir Atlason, Þjótanda:

Kúla 9,78 m. pb. nr. 4.


Stúlkur:

Harpa Svansdóttir, Selfoss:

Þrístökk 11,34 m. pb. nr. 2, kúla 11,16 m. nr. 3, 200 m. hlaup 28,09 sek. nr. 5, 60 m. hlaup 8,65 sek. nr. 5.

Ásta Sól Helgadóttir, Dímon:

60 m. hlaup 8,46 sek. pb. nr. 3.

Guðbjörg María Onnoy, Selfoss:

Kúla 9,33 m. pb. nr. 4.

Elísa Rún Siggeirsdóttir, Selfoss:

Kúla 7,65 m. nr. 5.

 

Næstu stórverkefni eru svo Stórmót ÍR, HSK mót og svo Meistaramót Íslands en keppnistímabilið hefst á fullum krafti í byrjun janúar á nýju ári 2017.

 Ólafur Guðmundsson, þjálfari frjálsíþróttaakademíu.