Góður árangur frjálsíþróttum

Silfurleikar ÍR í frjálsíþróttum fóru fram laugardaginn 21. nóvember í Laugardalshöll. En þetta mót er fyrir keppendur 17 ára og yngri. Níu iðkendur úr Frjálsíþróttaakademíunni við Fsu kepptu á leikunum og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Afrakstur leikana hjá okkar keppendum var sex verðlaun: tvö gull, tvö silfur og tvö bronsverðlaun auk  þess sem þeir bættu sig í 14 greinum alls.

16-17ára flokkur stúlkuna: þar áttum við þrjá keppendur.
Harpa Svansdóttir varð önnur í kúluvarpi með 11,22m (3kg) sem er persónuleg bæting (hér eftir skammstafað PB) þar varð Þórunn Ösp Jónasardóttir  þriðja með PB:  9,67m. Harpa varð fjórða í þrístökki með 10,40m sem er ekki langt frá hennar besta, fjórða sæti í 200m hlaupi á PB 28,49 sek. og svo fimmta í 60m hlaupi á PB einnig 8,57 sek. Þórunn Ösp kom svo önnur í mark í 800 m hlaupinu á 2:44,08 mín sem er PB.
Sigurlaug Þóra Sophusdóttir varð 11. í 200m hlaupi á 31,08 sek.

16-17 ára flokkur pilta: þar voru drengirnir sex:
Stymir Dan Hansen Steinunnarson keppti í 60m hlaupi, varð fimmti á PB 7,64 sek., í 60m grindahlaupi á góðri bætingu og góðum sigri á 8,57 sek. og sigraði svo að lokum hástökkið með 1,90m. Jamison Ólafur Johnson keppti aftur eftir langt hlé, stóð sig vel, varð þriðji í 800m hlaupi á 2:15,11 mín og ekki langt frá sínu besta. Þá varð Ástþór Jón Tryggvason sjöundi í 200m hlaupi á 25,30 sek. en varð að sleppa öðrum greinum vegna smávægilegra meiðsla. Robert Khorchai Angeluson keppti í þremur greinum og bætti sig í þeim öllum. Hann varð sjötti í 60m hlaupi á 8,10 sek. og PB, varð fimmti í 60m grind á 10,78 sek. og PB og varð svo sjötti í Kúluvarpi með 10,30 m (5kg) og PB. Bjarki Óskarson keppti í þremur greinum einnig og bætti sig í tveimur þeirra:
60m hlaupi 8,38 sek.og  PB., 200m hlaupi á 29,40 og í kúluvarpi með kast upp á 9,56 m (5kg) ,PB og varð  áttundi. Og að lokum keppti Artúr Matavejev Guðnason í 60m hlaupi  á 8,26 sek. og
Kúluvarpi þar sem hann varð þriðji með11,47 m (5kg) og PB. Flottur árangur hjá unglingunum okkar og greinilegt að akademíuæfingarnar er að skila sér.

Með kv.

Ólafur Guðmundsson forstöðumaður Frjálsíþróttaakademíunnar.