Góðgerðadagar

Pelle dönskukennari í hörkusókn í körfubolta þar sem spilað var með ullarvettlingum.
Pelle dönskukennari í hörkusókn í körfubolta þar sem spilað var með ullarvettlingum.

Liðin vika var svokölluð góðgerðarvika í skólanum, en þá stóð nemendafélag skólans fyrir alls konar uppákomum sem allar höfðu það að markmiði að safna peningum til góðgerða. Málefnið sem var ákveðið að styrkja að þessu sinni var SOS barnaþorp, alþjóðleg hjálparsamtök sem taka að sér munaðarlaus og yfirgefin börn. Nemendur fengu í upphafi viku kynningu á starfi SOS barnaþorpa, svo byrjuðu áskoranir þar sem allir geta skorað á nemendur eða kennara og leggja fé undir. Vikunni var svo lokað með uppgjörshátíð á föstudag þar sem nemendur og kennarar öttu kappi í óhefðbundnum boltaíþróttum og framkvæmd áskorana var kynnt.