Góð skógjöf

Það er betra að vera í góðum skóm við vinnuna.
Það er betra að vera í góðum skóm við vinnuna.

Vélaverkstæði Þóris gaf skólanum nýverið 14 pör af öryggisskóm fyrir nemendur í grunndeild bíliðna,- málmiðna og vélvirkja. Skórnir nýtast við suðukennslu og auka á öryggi nemenda þegar unnið er í verklegum tímum. Nú á haustmánuðum fara nemendur í vélvirkjun á Vélaverkstæði Þóris í starfskynningu og tengist það áfanga í vökvatækni. Fá þeir kynningu í að búa til glussaslöngur og fræðast um hinar ýmsu útfærslur á þeim. Er það kærkominn viðbót við námið enda eru vökvakerfi eitt af viðfangsefnum vélvirkja. Vélaverkstæði Þóris er eitt öflugasta vélaverkstæði landsins og bíður upp á þjónustu við meðal annars vinnuvélar og vörubíla og er þeim þakkað kærlega fyrir góða gjöf.