Góð samvinna

Smíðahópur af Starfsbraut undir handleiðslu Svans Ingvarssonar kennara í tréiðnum, heimsóttu nýlega börn frá leikskólanum Álfheimum og tóku þátt í útikennslu með þeim. Hópurinn fór ásamt börnunum yfir í skóginn við Gesthús á Selfossi að rífa gamlan sólpall.  Smíðahópurinn stóð sig frábærlega og voru nemendur mjög duglegir að rífa pallinn og góðir við krakkana. Þeir  pössuðu vel upp á að enginn meiddist, losuðu spýtur og staura og réttu krökkunum sem báru efnið burt með samhentu átaki og var pallurinn horfinn á innan við klukkutíma. Skemmtilegt samstarf og holl útivist sem allir höfðu gaman af, nemendur sem kennarar.alf3

Myndirnar tók  Anna Gína Aagestad verkefnastjóri útikennslu í leikskólanum Álfheimum.