Góð ráð við prófkvíða

 
Góð ráð við prófkvíða
 
 
•Skipuleggið tíma ykkar vel. Gerið áætlun um hvenær þið ætlið að læra fyrir hvert próf og hvað þið ætlið að læra– hver eru áhersluatriðin?
Það róar hugann að vera búinn að gera áætlun um hvernig komast megi yfir það sem þarf að læra fyrir hvert próf. Gerið ráð fyrir reglulegum pásum.
 
•Leggið áherslu á jákvætt sjálfstal, jákvæðar hugsanir og öndunaræfingar!
           –Breytið hugsunum líkt og ,,ég kann ekkert í þessu og á örugglega eftir að falla” í                      hugsanir eins og ,,ég kann margt mjög vel og ætla að gera mitt besta”.
 
•Munið að huga vel að mataræði, hreyfingu og góðum svefn!
 
•Mætið tímanlega á prófstað en forðist að ræða um námsefnið eða prófið við félagana rétt fyrir próf.
 
               –Hafið allt sem þið takið með í prófið tilbúið kvöldið fyrir próf.
 

                                     ,,Allir geta eitthvað –enginn getur allt”