Góð gjöf

Nemendur  í rafvirkjun með spánýjar spjaldtölvur.
Nemendur í rafvirkjun með spánýjar spjaldtölvur.

Nemendur á rafvirkjabraut fengu í liðinni viku spjaldtölvur að gjöf frá SART, Samtökum rafverktaka á Íslandi, Rafiðnaðarsambandinu og Endurmenntun rafiðnaðarins.

Spjaldtölvurnar nýtast vel til að skoða allt kennsluefni rafvirkjunar á rafbok.is sem er síða sem Rafmennt heldur úti.

Kunnum við gefendum bestu þakkir fyrir höfðinglega gjöf.

Rafvirkjun