Góð gjöf

Í síðustu viku kom Ármann Ægir Magnússon, gjaldkeri í FIT- félagi iðn-og tæknigreina, færandi hendi með sloppa að gjöf í trédeild skólans, fyrir bæði nemendur og kennara.  Þetta er þáttur í ánægjulegu samstarfi þessa ágæta félags og FSu sem hefur átt sér stað í mörg ár.  Slopparnir koma í góðar þarfir og eru þegar komnir í fulla notkun. Kann skólinn þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn og góðan hug. Á myndinni eru frá vinstri: Svanur Ingvarsson, verkgreinakennari, Hróbjartur Heiðar Ómarsson, Ármann Daði Gíslason, Jón Gunnar Vésteinsson , Jón Sigursteinn Gunnarsson, Kristján Þórðarson, verkgreinakennarar og Ármann Ægir Magnússon gjaldkeri FIT