Gleðidagur, grín og pylsur
			
					30.08.2013			
	
	Á miðvikudag var haldin gleðistund fyrir nemendur  skólans. Uppistandarinn Ari Eldjárn kitlaði hláturtaugar á sal ásamt þeim Samúel Smára og Lárusi sögukennara. Starfsfólk framreiddi grillaðar pylsur handa nemendum við inngang. Gleðidagur er hluti af dagskrá í byrjun skólaárs sem hefur það að markmiði að bjóða nýja nemendur vlekomna í skólann. Nemendafélag FSu heldur á næstunni busaball og busakvöldvöku  til að heiðra og skemmta nýjum nemendum.
Myndin til vinstri sýnir pylsustuð. Myndin til hægri er af nýju, öflugu nemendaráði ásamt Ara Eldjárn.
				






