Glæsilegur árangur í þýskuþraut

Árleg landskeppni framhaldsskólanema í þýsku, svokölluð Þýskuþraut,  var haldin 27. febrúar sl. Af 61 þátttakanda úr átta skólum voru þrír frá FSu.  Einn þeirra, Gísli Þór Axelsson, náði öðru sæti með 86 stig af 100 mögulegum.  Númer eitt var MR-stúlka með 95 stig.  Að launum frá þýska ríkinu hlýtur Gísli fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi næsta sumar. Þar verður boðið upp á þýskunámskeið, fjölbreytta menningardagskrá, dvöl hjá fjölskyldu og ferðalög um Þýskaland.

Á myndinni má sjá Gísla Þór, 2. frá hægri,  við verðlaunaafhendinguna í Iðnó sl. föstudag. Lengst til vinstri er þýski sendiherrann