Glæsilegar grímur

Grímugerð er verkefni í hársnyrtiiðn.
Grímugerð er verkefni í hársnyrtiiðn.

Í hársnyrtiiðn læra nemendur iðnteikningu þar sem kennd er m.a teikning, stafræn myndvinnsla og grímugerð.  Einn liður í listsköpun nemenda er að búa til gifsgrímu og reynir þá mjög á hugmyndaflug og sköpunargleði nemenda eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Fleiri myndir má finna á fésbókarsíðu skólans.