GLAÐIR HÚSASMÍÐASVEINAR
23.06.2025
Þann 12. júní síðastliðinn afhentu tilvonandi SVEINAR afrakstur sinn í húsasmíði við FSu sem að þessu sinni var valmaþak ásamt því að brýna valin verkfæri og taka tveggja tíma bóklegt próf. Þriggja daga törn lokið og fjögurra ára iðnámi og luku fimmtán heiðursmenn áfanganum að þessu sinni. „Þetta er jafnan mikill gleðidagur” að sögn Lárusar Gestssonar fagstjóra húsasmiðjagreina við skólann og bætir við að það sé „alltaf gaman að fylgja nemendum síðustu skrefin úr kennslustofunni og út í atvinnulífið með vottorð um að hafa endanlega lokið námi í húsasmíði.”
Formleg afhending sveinsbréfa verður síðan í september á vegum Iðunnar fræðsluseturs í Reykjavík.
lg / jöz