Gettu betur að byrja

Lið kennara atti kappi við Gettu betur lið skólans.
Lið kennara atti kappi við Gettu betur lið skólans.

Gettu betur lið FSu atti kappi við lið kennara í vikunni til að hita upp fyrir spurningakeppni framhaldsskólanna sem hefst í næstu viku. Lið kennara hafði betur að þessu sinni eftir spennandi og skemmtilega keppni. Í liði kennara voru þau Ágústa Ragnarsdóttir, Sigursveinn Sigurðsson og Tómas Davíð Ibsen Tómasson.

Lið FSu skipa þau Jakob Burgel, Vilborg María Ísleifdóttir og Ísak Þór Björgvinsson. Hannes Stefánsson, kennari sér um þjálfun liðsins.

Fyrri undankeppnin í Gettu betur hefst í næstu viku sem fyrr sagði á Rás 2, en 25 lið taka þátt að þessu sinni.

Þriðjudaginn 31. Janúar Kl. 20:30 mætir lið Fsu liði Verslunarskóla Íslands  og er hægt að fylgjast með viðreigninni á Rás 2. Áfram Fsu!