Gettu betur 2020

Gettu betur lið FSu. Frá vinstri Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Sigurðarson og Ásthildur Ragnar…
Gettu betur lið FSu. Frá vinstri Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Sigurðarson og Ásthildur Ragnarsdóttir.

Nýlega var dregið í fyrstu umferð Gettu betur 2020 sem hefst 6. janúar. Lið FSu mun mæta liði Tækniskólans og þriðjudaginn 7. janúar kl. 20:00. Keppnin verður í beinni útsendingu á Rás 2 en öllum eru velkomið að mæta í útvarpshúsið og hvetja liðið til dáða.

Lið FSu er skipað þeim Sólmundi Sigurðarsyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur, en þau voru í liðinu á síðasta tímabili, við hópinn bætist Ásthildur Ragnarsdóttir, nýnemi úr Flóahreppi. Varamaður er Hlynur Héðinsson.

Æfingar hafa gengið vel undanfarið, en að auki lesa liðsmenn lesa mikið í frístundum. Við óskum liðinu alls hins besta. Áfram FSu!