Gestir í leiklistinni

Þriðjudaginn 22. september kom franski leikarinn og leikstjórinn Aurélien Zolli í heimsókn í leiklistaráfangann Lek-103.  Hann kenndi nemendum slökun og öndun, gerði með þeim traustsæfingar og fór í gengum grundvallarþætti í spuna (improvisation), en grunnreglan þar er að byggja alltaf á jákvæðan hátt ofan á það sem næsti maður hefur komið fram með. Í síðustu viku var svo Guðfinna Gunnarsdóttir leikfífl gestakennari í leiklist og kenndi nemendum líkamstjáningu í anda pólska leikhúsmannsins Grotowski, sem hjálpar til við að gera textameðferð fjölbreytilegri. Nemendur í leiklist hafa því fengið fjölbreyttari kennslu en von hafði verið á þar sem sjónarhornin hafa orðið fjölþættari en sú kennsla sem aðalkennari þeirra, Árni Blandon, býður upp á.