Gerður Kristný heimsækir íslenskunemendur

Á myndinni eru Gerður Kristný og þær stöllur Sól og Eva.
Á myndinni eru Gerður Kristný og þær stöllur Sól og Eva.

Gerður Kristný skáld heimsótti FSu í vikunni. Nemendur í áfanganum íslenskar nútímabókmenntir buðu henni hingað í tengslum við verkefni sem þær unnu. Verkefnið heitir Skáldin í nútímanum. Þar eiga nemendur að kynna skáld og mega alveg ráða því hvernig eða hvað þeir gera. Þrjár stúlkur þær  Eva Dögg Atladóttir,  Sól Arnþórsdóttir og Lóa Sjöfn Svansdóttir höfðu samband við Gerði Kristnýju og fengu hana til að koma í heimsókn. Nemendur og kennarar úr öðrum hópum komu á kynninguna sem var haldin í salnum. 

Gerður Kristný sagði þar frá sjálfri sér og verkum sínum. Nemendur spurðu svo spurninga sem Gerður svaraði.