Gengið á Reykjafjall

Laugardaginn 14. mars fóru 26 nemendur í fjallgöngu- og útivistarhópnum ásamt Sverri kennara í sína þriðju göngu á önninni. Að þessu sinnin var gengið á Reykjafjall við Hveragerði. Lagt var af stað frá sundlauginni í Laugarskarði, farið framhjá nýja hverasvæðinu sem myndaðist í jarðskjálftunum síðasta vor og þar upp á fjallsbrún.  Því næst var gengið eftir fjallinu til suðurs og farið niður Stórkonugil.  
Nokkur snjór var í fjallinu sem gerði leiðina erfiða yfirferðar en nemendur eru orðnir öllu vanir eftir misjafnt veður og erfiða færð í fyrri göngum og þótti þetta nokkuð létt að þessu sinni.  Á myndinni sést til nokkurra göngumanna efst í Stórkonugili.