Gengið á Inghól

Fjallgönguhópurinn ÍÞR 3Ú1 fór í sína aðra göngu í gær, laugardaginn 14. febrúar.  Að þessu sinni voru það 33 göngugarpar sem lögðu leið sína á Ingólfsfjall. Gengið var upp frá Alviðru og lítið stoppað fyrr en á hæst toppi, Inghóli. Sama leið var farin niður.Veður var gott og útsýni frábært.
 
Nokkur snjór var í fjallinu en það tafði ekki fyrir göngufólki. Nokkrir notuðu snjóinn til að komast hraðar niður og renndu sér á rassinum eða maganum. Öðrum fannst það háskalegt og kusu að fara varlega.