Gengið á Eyjafjallajökul

Tveir nemendahópar frá FSu gengu á Eyjafjallajökul í síðustu viku.  Gengið var frá Seljavöllum og uppá topp jökulsins sem er í 1651 metra hæð.  Nemendur þurftu að takast á við mismunandi veður á leiðinni.  Báðir hóparnir byrjuðu sína göngu í hlýju og lygnu veðri, en voru í frosti og strekkingsvindi á toppnum auk þess sem fyrri hópurinn fékk svolitla úrkomu á sig á leiðinni. fjall2Báðar ferðirnar tókust vel, allir voru vel útbúnir og til fyrirmyndar í alla staði.  Flestir voru þó þreyttir en sælir eftir gönguna, enda er krefjandi að ganga langa vegalengd í snjó þótt færið á jöklinum hafi verið með besta móti.  fjall3Heildarvegalengd var um 17 km og hækkun um 1600m.  Fararstjórar og leiðsögumenn í ferðunum voru íþróttakennar skólans þau Ásdís Ingvarsdóttir, Magnús Tryggvason og Sverrir Ingibjartsson.  Auk þess var Ágúst Sigurjónsson fenginn með til halds og trausts.  Fleiri myndir úr göngunni má finna á fésbókarsíðu skólans.