Gemsar og smetta ómissandi?

Þrír kennarar úr FSu, þær Aðalheiður Jónasdóttir, Guðfinna Gunnarsdóttir og Hrefna Clausen, sóttu á föstudag og laugardag í síðustu viku námskeið á vegum STÍL, samtaka tungumálakennara á Íslandi. Á námskeiðinu var fjallað um leiklist í tungumálakennslu, notkun hugkorta og ýmissa tækniundra á borð við gemsa, myndavélar og samskiptavefi á netinu. Að sögn Hrefnu var námskeiðið „ljómandi skemmtilegt". Nú er að sjá hvort kennarar telji bráðum farsímann og smettuna (facebook) ómissandi námsgögn í kennslustundum.