Gegn ofbeldi

Í fyrsta tíma á þriðjudag var haldið húsþing með nemendum skólans og starfsfólki í Iðu. Til samkomunnar var boðað af skólayfirvöldum og nemendaráði til að ræða tvo alvarlega atburði sem áttu sér stað í skólanum nú nýverið og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum.

Ávörp flutHusfundur2Feb09tu þeir Örlygur Karlsson skólameistari, Bjarni Rúnarsson formaður NFSu, Oddur Árnason yfirlögregluþjónn og Elís Kjartansson lögreglufulltrúi. Allir ítrekuðu þeir hversu alvarlegt það væri fyrir þolendur, gerendur og samfélagið í heild þegar fólk beitti samborgara sína ofbeldi. Allir verði að taka höndum saman um að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig.
Húsþingið var fjölsótt og góður rómur gerður að máli ræðumanna.