Garðyrkjuskólinn - önnur verkleg vika ársins framundan

Í næstu viku, dagana 3.-7. febrúar mæta allir nemendur Garðyrkjuskólans, hvort sem er fólk sem er í staðnámi eða fjarnámi. Garðyrkjuskólinn þjónar öllu landinu sem hefur í för með sér að stór hluti nemenda er í fjarnámi og fylgist með kennslunni í streymi í tölvunni. En það liggur í hlutarins eðli að garðyrkja verður ekki lærð til hlítar í tölvunni. Því er mætingaskylda eina viku í mánuði á hverri önn. Í þessum vikum eru dagarnir skipulagðir í alls konar verklegar æfingar og vettvangsferðir á helstu staði sem verðandi garðyrkjufræðingar þurfa að þekkja, hvort sem er framleiðslu- eða þjónustufyrirtæki.

Verklegu vikurnar eru skemmtilegustu vikur skólaársins, þegar skólinn iðar af lífi og  nemendur efla félagsleg og fagleg tengsl sín á milli.

 

Nemendur sáðu sumablómum í byrjun janúar, eitt af verkefnum næstu viku verður að dreifsetja plöntunum.