Garðfuglaskoðun

 

 

 Dagana 23.–26. janúar 2009 stendur Fuglavernd fyrir garðfuglaskoðun, sem er einn hinna árvissu viðburða í starfi félagsins. Landsmenn eru hvattir til þess að taka þátt í garðfuglaskoðun 2009, sérstaklega þeir sem gefa fuglum í görðum sínum.     Þeir Íslendingar sem gefa fuglum að vetri til teljast örugglega í þúsundum. Markmið garðfuglaskoðunar er að fá sem flesta til þess að skoða fugla í görðum sínum og vekja áhuga á fuglaskoðun og hversu auðvelt það er að stunda hana.  Fá fólk til þess að fóðra fugla, vekja áhuga á fuglum og töfrum þeirra.  Ennfremur er markmiðið að afla upplýsinga um fugla í görðum landsmanna, hvaða tegundir eru til staðar og í hve miklu magni nú á tímum loftslagsbreytinga.  

   Nánari upplýsingar um garðfuglaskoðun, leiðbeiningar og eyðublað, er að finna á vef á garðfuglavefnum. Svo eru líffræðikennarar skólans líka alltaf til viðræðu um fugla.