Fyrsta flokks lýsing

Að venju hefur mikið verið um að vera í myndlistardeild FSu í þessa önn en þar voru kenndir fjölmargir áfangar með með ennþá fjölbreyttari verkefnum. Áfanginn Endurvinnsla og hönnun (MYND2EH02) var nú kenndur í þriðja sinn en þar vinnar nemendur ýmis verk með það að leiðarljósi að kosta sem minnstu til og nýta þann haug af efniviði sem fellur til allt í kringum okkur og margir álíta sem rusl eða eru hættir að nota.

Meðal verkefna nú í þessum áfanga var að hanna og búa til til lampa/skerma) og loftljós. Fjölmörg frumleg og falleg verk litu dagsins ljós, sum unnin algjörlega út frá eigin hönnun en önnur byggð á eldri hugmyndum.  Í mörgum tilfellum tókst nemendum sérstaklega vel upp þegar koma að áhrifum og endurkasti ljóssins á umhverfið í kring þannig að hönnunin nýtur sín bæði í björtu og dimmu.  Sjón er sögu ríkari og meðfylgjandi myndband sýnir ágætlega sögu og virkni hvers ljóss. 

 

{youtube}_cwbpcsQC2Q&feature{/youtube}