Fyrsta fjallganga vetrarins í svartaþoku

Föstudaginn 31. ágúst fóru nemendur í áfanganum ÍÞR 3Ú1 (útivist) í sína fyrstu fjallgöngu. Áfanganum stýrir Sverrir Ingibjartsson íþróttakennari.

Gengið var á Bjarnarfell í Ölfusi. Óhætt er að segja að nemendur hafi fengið að kynnast erfiðum aðstæðum strax í fyrstu göngu því að svartaþoka var á fjallinu. Allir skiluðu sér þó tilbaka, ánægðir með afrek dagsins. Næsta ganga verður farin föstudaginn 14. september, en þá verður gengið í nágrenni Hveragerðis.