Fundur með grunnskólakennurum

Miðvikudaginn 18. ágúst var í FSu haldinn fundur kennara í dönsku, ensku, íslensku og stærðfræði með grunnskólakennurum í þessum greinum á Suðurlandi.  Kennarar hverrar greinar skiptust á skoðunum og upplýsingum og í lokin gerði hver hópur grein fyrir niðurstöðum á sal. Var ekki annað að heyra en fundarmönnum þætti þetta þarft framtak og ástæða til að hafa slíka fundi eigi sjaldnar en árlega í framtíðinni.