Fundur hjá kennarafélaginu

Formaður Félags framhaldsskólakennara, Aðalheiður Steingrímsdóttir, og erindreki félagsins, Ægir Sigurðsson, funduðu með kennurum í FSu miðvikudaginn 14. október. Ýmislegt var rætt á fundinum, svo sem fyrirsjáanlegur niðurskurður á fjárveitingum úr ríkissjóði og viðbrögð við honum, kjarasamningar og vinna við nýjar námskrár svo eitthvað sé nefnt. Formaðurinn ítrekaði mikilvægi þess að kennarar standi saman á þessum mótlætistímum.