Fundir með samstarfsskólum

Mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. febrúar sóttu kennslu- og fagstjórar skólans samráðsfundi með starfsbræðrum sínum og -systrum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Tilefni fundanna var væntanleg endurskoðun á námskrám skólanna sem tengist breyttum lögum um framhaldsskóla. Þessir þrír skólar hafa lengi unnið saman að námskrármálum og er ætlunin að svo verði einnig nú þó ekki sé að fullu ljóst hve náið það samstarf verður. Á myndinni eru kennarar í viðskiptagreinum, myndlist, fatagerð og málmi sem funduðu í FSu á þriðjudeginum.