Fuglinn í fjörunni fundinn

Dýrafræðinemendur skoðuðu fugla á Eyrarbakka.
Dýrafræðinemendur skoðuðu fugla á Eyrarbakka.

Föstudaginn 20. apríl fór dýrafræðihópur frá FSu í fuglaskoðun niður á Eyrabakka. Þá var horft eftir fuglum við höfnina og í fjörunni þar vestur af, en höfnin og fjaran eru mjög aðgengileg til fuglaskoðunar og þar má finna ýmsa fugla, sérstaklega á fartíma eins og þessa dagana. Það er óhætt að segja að það hafi verið vor í lofti og mikill fuglakliður í veðurblíðunni!