Fuglaskoðunarferð

Í liðinni viku fór hópur af dýrafræðinemendum í FSu í ferð um höfuðborgarsvæðið. Tilgangurinn var að skoða fugla í návígi á stöðum þar sem þeim er gefið reglulega.
Fyrst var farið að Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, síðan gékk hópurinn um Vatnsmýri og tjarnarsvæðið í Reykjavík. Því næst var farið að læknum í Hafnarfirði og loks litið á fuglalíf á Elliða- og Hellavatni.
Ferðin heppnaðist vel og náði hópurinn að sjá 18 fuglategundir.
Síðar í apríl þegar farfuglarnir fara að koma fyrir alvöru verður farið í Eyrarbakkafjöru og í Fuglafriðlandið í Flóa. Kennari er Örn Óskarsson.