FSu vann Tækniskólann
			
					13.01.2014			
	
	Fjölbrautaskóla Suðurlands hafði betur í gær gegn Tækniskólanum með tuttugu og einu stigi gegn tíu í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Önnur umferð keppninnar hefst eftir tvær vikur á Rás 2. Ekki liggur fyrir hverjum lið FSu mætir næst. 
 
				






