FSu sýnir á Vor í Árborg

Nemendur í áfanganum THL113, Hönnun og hugmyndavinna, hafa nú sett upp sýningu í versluninni Hósíló, Austurvegi 33 (við hlið Guðnabakarís) á Selfossi. Sýningin er aðalverkefni áfangans að þessu sinni, með þemanu "Nútímakjólar í sixties fíling". Hannaðir voru litlir kjólar, fylgihlutir og litakort í tengslum við kjólatísku á árunum 1960 til 1970. Og þar sem nemendur áttu að setja upp sýningu á ferli hönnunar og hugmyndavinnu var bæði viðeigandi og hvetjandi að fá tækifæri til samvinnu við þær mæðgur Elínu og Hjördísi í Hósíló sem eru einmitt að flytja inn gamla kjóla í anda nútímans.
 
Sýninguna má skoða á opnunartíma verslunarinnar (sem sést á því að gína stendur úti við götu, klædd gamaldags kjól). Oftast er opið á virkum dögum milli kl. 14.00 og 18.00, líka á laugardögum kl 11-14  (11-16 laugardaginn 15. maí í tilefni hátíðarhalda).