FSu í lokalotu BOXINS

FSu í lokalotu BOXINS
FSu í lokalotu BOXINS

Fjórða árið í röð er lið FSu komið áfram í úrslit BOXINS – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Það eru Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa að Boxinu.

Markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði en hér á landi er verulegur skortur á tæknimenntuðu fólki.

Allir framhaldsskólar landsins geta tekið þátt og er hvert lið skipað fimm einstaklingum úr viðkomandi skóla. Lið FSu skipa þau Aron Óli Lúðvíksson, Eydís Arna Birgisdóttir,Ísak Þór Björgvinsson, Sigþór Helgason og Þórir Gauti Pálsson,

Úrslitakeppnin mun fara fram laugardaginn 12. nóvember í Háskólanum í Reykjavík. Um þrautabraut er að ræða með nokkrar stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Þrautirnar reyna á hugvit, verklag og samvinnu.

Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sjá um og útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Keppnin er opin áhorfendum og gríðarlega gaman og spennandi að fylgjast með.

Undandkeppnin fór fram sl. mánudag og sem fyrr segir komst FSu áfram ásamt Menntaskólanum í Hamrahlíð, Menntaskólanum í Reykjavík, Tækniskólanum, Kvennó, Menntaskólanum á Laugarvatni, Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og Menntaskólanum í Kópavogi.