FSu í 8 liða úrslit í Gettu betur

Lið FSu skipa þau: Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Svavar Daðason.
Lið FSu skipa þau: Guðný Von Jóhannesdóttir, Sólmundur Magnús Sigurðarson og Svavar Daðason.

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands er komið áfram í 8-liða úrslit Gettu betur eftir sigur á Menntaskólanum á Ísafirði í annari umferð keppninnar. Lokatölur voru 25-17 en FSu leiddi 15-11 eftir hraðaspurningar. Liðið jók forystu sína hægt og rólega í gegnum bjölluspurningar en Ísfirðingar náðu þó að klóra í bakkann undir lokin. Þrotlausar æfingar liðsins hafa því skilað skólanum í sjónvarpið, en þangað komst hann síðast árið 2017. 8-liða úrslit keppninnar hefjast í sjónvarpinu þann 1. febrúar n.k. en dregið verður miðvikudaginn 16. janúar á RÚV Núll. Lið FSu er skipað þeim Sólmundi Magnúsi Sigurðarsyni, Svavari Daðasyni og Guðnýju Von Jóhannesdóttur. Þjálfarar liðsins eru Stefán Hannesson og Jakob Heimir Burgel, og þeim til aðstoðar eru Hrafnhildur Hallgrímsdóttir og Hannes Stefánsson.