FSu heilsueflandi skóli

Miðvikudaginn 17. nóvember komu gestir í FSu frá Lýðheilsustöð. Þetta voru þau Héðinn Svarfdal Björnsson verkefnastjóri Heilsueflandi skóla og Bryndís Elfa Gunnarsdóttir næringarfræðingur. Þau sátu fund með stjórnendum og forvarnarteymi skólans og kynntu svo á kennarafundi  heilsueflingarverkefni sem FSu er þáttakandi í með 22 öðrum framhaldsskólum. Gert er ráð fyrir einu þema á hverju ári í 4 ár og svo rúllar þetta áfram. Fyrsta árið er næring, svo hreyfing, þá geðrækt og fjórða árið er lífsstíll í brennidepli. Þau Héðinn og Bryndís enduðu svo þessa fyrstu heimsókn sína á fundi með öllum matráðskonum skólans. Nú tekur við undirbúningsönn og svo byrjar verkefnið formlega  hér í FSU haustið 2011.