FSu fær jafnlaunavottun

Skólameistari tekur á móti skírteini um jafnlaunavottun FSu frá Sigurði Harðasyni.
Skólameistari tekur á móti skírteini um jafnlaunavottun FSu frá Sigurði Harðasyni.
Unnið var að jafnlaunavottun við FSu á sl. skólaári. Það voru skólameistari, aðstoðarskólameistari og fjármálastjóri sem báru hita og þunga af þeirri vinnu sem reyndist mjög lærdómsrík fyrir alla hlutaðeigandi.
Unnið var með systurskólunum  FS, FB, og FÁ sem einnig unnu að innleiðingu jafnlaunavottunar. Margrét Sanders frá Strategíu var ráðgjafi skólanna og var mikill fengur af henni. 
Skólinn fékk viðurkennda vottun frá Icert vottunarstofu í júní sl.
Það var Sigurður M Harðarson sem var úttektarstjóri þegar tími var kominn til að loka vinnunni. 
Það er krafa um að endurskoðun sé gerð reglulega til að hægt sé að viðurkenna jafnlaunavottun stofnana. Næsta úttekt verður að ári.
Óútskýrður launamunur við FSu reyndist vera 3,5% sem gefur stofnuninni tilefni til að rýna gögnin áður en næsta úttekt verður gerð að ári.
 
"Niðurstaða úttektarteymis iCert var, að lokinni vottunarúttekt, að jafnlaunakerfi Fjölbrautaskóla Suðurlands uppfyllir kröfur staðalsins ÍST 85:2012. Úttektarteymi mælir því með vottun jafnlaunakerfis FSu innan gildissviðsins „allir starfsmenn Fjölbrautaskóla Suðurlands“.  
 
Það þótti við hæfi að vekja athygli á vottuninni á fyrsta starfsmannafundi haustannar 14. ágúst sl. en þá mætti Sigurður Harðarson og afhenti okkur skjal með vottuninni innrammaða.