FSU deildin 2011

Á afmælishátíð skólans var haldið knattspyrnumót nemenda, FSU deildin, sem var mjög vel sótt og æsispennandi. Spilað var á tveimur völlum í einu á gervigrasvellinum. Sjö lið tóku þátt í mótinu. Sigurliðið sem kallaði sig „Landsliðið“var skipað þeim Sigurði Eyberg, Viðari Erni Kjartanssyni, Tómasi Sjöberg Kjartanssyni, Jón Daða Böðvarssyni, Ragnari Erni Traustasyni, Eiríki Rapheal Elvy og Snorra Sigurðarsyni. Liðið vann farandsfötuna, sem var stútfull af nammi og fleiri góðum vinningum. Á myndinni má sjá Söru Árnadóttur, formann íþróttaráðs, afhenda liðinu verðlaunin góðu.