Frumlegar sjálfsmyndir

Nýnemahópar í Bragaáföngum keppa innbyrðis í stigakeppni alla haustönnina. Stigakeppnin er útfærð af mentorum hópanna, þrautirnar sem keppt er í eru af ýmsu tagi, til dæmis geta nemendur unnið inn stig fyrir hópinn sinn með því að mæta og blása í áfengismæli á dansleikjum, þátttaka í góðgerðardögum, búa til skemmtiatriði og margt fleira. Ein þrautin var að taka svokallaða „selfie“  sjálfsmynd af hópnum og voru veitt aukastig fyrir frumlegheit og þáttöku allra í hópnum. Human selfie stöng Braga LönÁ myndunum má sjá hópinn sem vann mesta stigafjöldann fyrir sína selfie, en það var hópurinn Bragi Løn, sem Ida Løn kennir, en mentorar eru Gunnar Ingi Þorsteinsson og Margrét Thorarensen.

Hópurinn tók selfie eins og sjá má og notaði til verknaðarins nemendur sem „human selfie stöng“. Skemmtilegt.