Frumleg frumugerð

Nemendur í NÁT103 unnu að skemmtilegu verkefni í liðinni viku þar sem þeir voru að kynna sér starfsemi frumna. Markmiðið með þessari æfingu var að sköpunargáfa nemenda fengi að njóta sín í því að gera líkan af frumu. Þeir kynntu sér byggingu og starfsemi frumunnar um leið og líkanið var búið til. Gera mátti annað hvort líkan af plöntu- eða dýrafrumu og skilyrði var að nota æt matvæli sem ekki þyrftu að vera geymd í kæliskáp. nat103



Ekki mátti nýta matvæli sem lykta illa. Á myndunum má sjá einbeitta nemendur að störfum, en nemendur notuðu meðal annars sætar kartöflur, melónur, kökur og margt fleira.