Frumleg bókahönnun nemenda

Nemendur  í áfanganum NÝMI2GH05 (grafísk hönnun) svokallað bókverk, skiluðu frumlegum lokaverkefnum við lok haustannar. Verkefnið var að búa til sína eigin bók og reyndi verkefnið á marga þætti sem nemendur hafa tileinkað sér í áfanganum s.s. hugmyndavinnu, leturfræði, grafíknotkun, myndbyggingu, handverk, efnisval og bókband. Útkoman er glæsileg eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.