Frumkvöðlar kynna vinnu sína

Annar hópurinn af tveimur í frumkvöðlafræði er farinn að kynna afurðir sínar. Hópurinn stofnaði fyrirtæki undir nafninu Sælar JA og selur nú kamba og hárspangir sem hönnuðurinn, Álfheiður Björk, framleiðir sjálf. Þessar vörur eru kynntar í anddyri Odda á Kátum dögum og jafnframt seldar á hársnyrtistofunum Central, Mensý og Verona á Selfossi.

Frumkvöðlaáfangin snýst um að stofna fyrirtæki og koma á markað vöru eða vörum. Verkefnið er síðan dæmt út frá því hversu vel fyrirtækið er rekið, frumleika markaðshugmyndanna og sölu og markaðssetningu þeirra.