Froskar á ferð

Fjöldinn allur af froskum leit við í skólanum 30. Nóvember. Þar voru á ferð dimmitantar, nemendur sem stefna á að ljúka námi á haustönn. Hófu froskarnir upp raust  sína og sungu fyrir nemendur og starfsfólk. Því næst gæddu þeir sér á kjötsúpu með starfsfólki og héldu svo út í óvissuferð. Undanfarnar tvær vikur hafa nemendur setið sveittir við próflestur, en um 107 nemendur hyggjast brautskrást úr námi við skólann í næstu viku. Brautskráning fer fram föstudaginn 21. desember kl. 14.

Myndina tók Kristín Runólfsdóttir.