Frönsk kaffihúsastemning hjá starfsfólki

Kaffistofa starfsfólks sem venjulega kallast Bollastaðir, breyttist í Café Alsace í maímánuði í tilefni af skólaheimsókn til Strasborgar í Frakklandi í maílok. Kaffihúsastemningin var allsráðandi, allt skreytt í hólf og gólf, plötuspilari í gangi í kaffitímum og auglýst var eftir rómatískum ljóðum frá starfsfólki, sem tók vel við sér og nú hanga fjöldi fallegra kvæða á veggjum kaffistofunnar. Til að toppa þetta allt saman var Óli Th. Ólafsson fenginn til að spila á harmonikku einn daginn sem virkilega setti skemmtilegan blæ á kaffihúsið góða. Þær Agnes Ósk Snorradóttir  og Kristjana Hrund Bárðardóttir sáu um að gera kaffihúsið að veruleika og er vert að þakka þeim fyrir frábært framlag. Á myndinni má sjá Óla þenja nikkuna.