Fréttir úr myndlistardeild

33 nemendur stunda nám í myndlistar- og sjónlistaáföngum á þessari önn og komust færri að en vildu

Þess vegna verður boðið upp á valáfangann MYL 173 á næstu önn. Þar verða gerðar tilraunir með fantasíur og stílbrigði í myndbyggingu út frá eigin hugmyndum, texta eða umhverfinu. Einnig verða gerðar tilraunir með raunsæi í myndbyggingu út frá umhverfinu. Unnið verður með ýmiskonar form í tví- og þrívídd í margvísleg efni sem tengjast áhugasviðum hvers nemanda. Í tvívíðri myndbyggingu er t.d. unnið með, blýant, þrykk, klipp, ýmsar gerðir lita og fleira. Í þrívíðri myndbyggingu er t.d. unnið með leir, pappamassa og gips.

Einnig verður í boði áfangi í leirmótun  MYL 153 Myndlist / leir. Þarlæra nemendur nokkrar aðferðir til leirmótunar og gera vinnuteikningar. Þeir móta mismunandi ílát, skrautmuni, styttur, skúlptúra og lágmyndir. Þeir gera glerungaprufur á leirflísum og glerja síðan verkin.