Fréttir af grunnnámi matvæla- og ferðagreina

Nemendur í grunnnámi matvæla - og ferðagreina kynna verk sín á áfangamessu.
Nemendur í grunnnámi matvæla - og ferðagreina kynna verk sín á áfangamessu.

Nemendur heimsóttu fjölmörg fyrirtæki á Suðurlandi þar sem þau kynntust störfum í þeim greinum í matvælaiðnaði sem Grunnnám matvæla- og ferðagreina kynnir fyrir þeim í verklegu og bóklegu námi.

Fyrirtækin sem nemendur hafa heimsótt í vetur og fengið starfskynningar á eru SS Hvolsvelli og Selfossi, Krás, Fiskbúð Suðurlands, Guðnabakari, Kökuval, Hótel Selfoss, Tryggvaskáli og Kaffi Krús, Friðheimar, Hótal Geysir, Flúðasveppir, Efstidalur, MS, MAST, Hilton, matvælabrautin í MK   og nemendamötuneyti FSu. Þessum fyrirtækjum þökkum við fyrir að taka á móti okkur og fræða ásamt að leyfa nemendum að fást við raunveruleg verkefni en það er mjög mikilvægt að tengja nemendur okkar í FSu við atvinnulífið á þessum nótum.  

Nemendur hafa auk þess tekið þátt í starfamessu, áfangakynningum og eldað fyrir aðrar brautir skólans.

Guðríður Egilsdóttir, matreiðslukennari.

Fleiri myndir af starfi vetrarina má finna á fésbókarsíðu skólans.