Fransmenn í heimsókn

Dagana 27. mars til 3. apríl fáum við í heimsókn 22 menntaskólanemendur og 2 kennara frá Saint Nazaire í Frakklandi. Nemendurnir munu dvelja á heimilum nokkurra nemenda FSu. Á döfinni er að ferðast aðeins um landið og skoða t.d. Reykjanesið og Bláa Lónið, Jökulsárlón, Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Einn daginn mun hópurinn dvelja í skólanum og fara með nemendum FSu í kennslustundir.
   Þetta er í fjórða sinn sem við fáum heimsókn frá þessum sama skóla og hafa myndast mjög góð tengsl milli skólanna tveggja. Hafa nemendur og kennarar úr FSu m.a. farið þrisvar í heimsókn til þeirra.