Franskan í bíó

Mánudaginn 19. janúar fóru nemendur og kennari í frönsku 403 og 513 í bíóferð til Reykjavíkur. Fyrir valinu varð myndir Entre les murs (Skólabekkurinn), opnunarmynd frönsku kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir.

 

Á þessa eftirmiðdagssýningu var boðið nemendum frá öllum framhaldsskólum landsins. Myndin hlaut Gullpálmann í Cannes 2008. Hún byggir á sögu gagnfræðiskólakennarans og rithöfundarins Francois Marin Bégaudeau sem skrifaði handrit myndarinnar og leikur sjálfan sig í henni ásamt nemendum skólans sem sótt höfðu leiklistartíma en voru annars áhugaleikarar. Sagan greinir frá störfum kennara og samskiptum við nemendur sína.

Íslenskir frönskunemendur fengu hér góða innsýn í franskt hversdaglíf ungs fólks í skóla í Frakklandi samtímans þar sem bakgrunnur nemenda í einni bekkjardeild er oft talsvert ólíkur og menn af mörgum þjóðarbrotum. Ólíkt þeim íslenska bakgrunni sem einkennir flesta jafnaldra þeirra norðar á hnettinum, þ.e. í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi sem koma þó víða af Suðurlandi.
 
En sagði ekki eitthvert skáldið eitthvað á þessa leið: «Hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu»? Það kom vel fram í þessari mynd auk þess sem þarna var á ferðinni mynd af allt öðrum toga en þær sem venjulega eru til sýninga í bióhúsum, engin Hollywood uppskrift hér á ferðinni. Myndin sagði frá daglegu lífi í bekknum án ákv. söguþráðar. Spurning hvort íslenskum áhorfendum þyki slík framsetning í bíómynd vera kostur eða galli.
 
En FSu nemendur voru jákvæðir og sjálfum sér til sóma í ferðinni og bíóinu þótt sumum þætti myndin helst til löng og erfitt að skilja allt masið sem var mikið alla myndina út í gegn, enda Frakkar málgefin þjóð.