Framkvæmdir ganga vel

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd gengur viðbygging við verknámshús skólans vel.

 Í dag og næstu daga munu nemendur og kennarar hjálpast að við að tæma gamla Hamar svo hægt verði að hefjast handa við að tengja hann við nýbygginguna og endurbæta eins og til stendur.

Kennsla er áætluð hefjist í hluta hússins á næstu haustönn og að öllu leyti að ári liðnu í janúar 2017.

Nýbyggingin er gríðarleg lyftistöng fyrir verknámið og eru miklar vonir bundnar við að aukin aðsókn verði að spennandi verknámi á næstu misserum.

Það er JÁ - verk á Selfossi sem annast byggingu hússins.